Þátttökutilkynningar meistaraflokka 2026
Mynd - Mummi Lú
Þátttökugögn fyrir knattspyrnumótin 2026 í meistaraflokkum hafa verið birt á vef KSÍ.
Hægt er að nálgast hér:
Þátttökugögn fyrir meistaraflokka 2026
Ný félög í keppni meistaraflokks
Vakin er athygli á því að öll ný félög sem hefja keppni í meistaraflokki 2026 (deild og/eða bikar) og félög sem ekki hafa tekið þátt í keppni meistaraflokks síðustu þrjú keppnistímabil, þurfa að leggja fram með þátttökutilkynningunni eftirfarandi viðbótargögn:
-Staðfestingu frá ÍSÍ um stofnun félagsins (ný félög).
-Staðfestingu aðalstjórnar félagsins um heimild til þátttöku.
-Staðfestingu viðkomandi vallaryfirvalda um heimild til afnota af leikvelli.
-Leikmannalista – Lágmark 25 leikmenn.
Óskir félaga vegna leikja
Mótanefnd KSÍ óskar eftir því að félög komi á framfæri við nefndina þeim óskum sem þau telja að nefndin eigi að leitast við að uppfylla við niðurröðun leikja fyrir sumarið 2026.
Dæmi um óskir:
Framkvæmdir á leikvelli sem hafa áhrif á niðurröðun.
Ósk um að eiga ekki heimaleik á ákveðnum degi þar sem völlurinn er upptekinn eða viðburðir á svæðinu sem koma í veg fyrir að hægt sé að leika.
Ósk um að eiga ekki heimaleik í fyrstu umferð vegna vallarmála.
Ósk um að eiga heimaleik á ákveðnum degi vegna viðburðar á svæðinu sem gæti aukið aðsókn.
Óskir m.t.t. ferðatilhögunar, t.d. tímasetning útileikja.
Tímasetning/dagsetning heimaleikja.
Aðrar óskir/ábendingar.
Upplýsingar um félög - Tengiliðaskrá
Af gefnu tilefni eru félög beðin um að uppfæra eins og við á upplýsingar um tengiliði og breytingar á símanúmerum og netföngum í gegnum aðgang yfirumsjónaraðila félagsins í Comet. Mikilvægt er að skilaboð frá skrifstofu KSÍ komist ávallt til skila og berist til réttra aðila.
Munið að öll þátttökugögn skulu berast fyrir 10. nóvember!


.jpg?proc=760)




.png?proc=760)

.jpg?proc=760)