• mið. 05. nóv. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir Shakhtar Donetsk á fimmtudag

Breiðablik mætir Shakhtar Donetsk í Sambandsdeildinni á fimmtudag.

Leikurinn hefst kl. 17:45 að íslenskum tíma og fer hann fram á Municipal Henryk Reyman’s Stadium í Kraká, Póllandi.

Liðin hafa leikið tvo leiki í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik tapaði 0-3 gegn Lausanne í Sviss og gerði markalaust jafntefli við KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli. Shakhtar tapaði 1-2 fyrir Legia frá Póllandi og vann 3-2 sigur gegn Aberdeen.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay.