• mið. 05. nóv. 2025
  • Landslið
  • A karla
  • HM 2026

Hópur A karla fyrir nóvemberverkefni

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hóp fyrir leikina tvo í undankeppni HM 2026 í nóvember.

Ísland mætir Aserbaídsjan í Baku fimmtudaginn 13. nóvember og Úkraínu í Varsjá í Póllandi sunnudaginn 16. nóvember.

Þetta eru síðustu tveir leikirnir í riðlakeppni undankeppninnar fyrir HM 2026. Frakkland er efst í riðlinum með tíu stig, Úkraína í öðru sæti með sjö stig og Ísland er í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig. Aserbaídsjan er í neðsta sæti með eitt stig. Það lið sem endar í efsta sæti fer beint á HM á meðan liðið í öðru sæti fer í umspil. 

Leikirnir verða báðir sýndir í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Sýn Sport.

Hópurinn

Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 11 leikir

Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir

Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir

Logi Tómasson - Samsunspor - 12 leikir, 1 mark

Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 25 leikir, 2 mörk

Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE Fodbold - 28 leikir

Hörður Björgvin Magnússon - Levadiakos F.C. - 50 leikir, 2 mörk

Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk

Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 63 leikir, 3 mörk

Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 54 leikir, 5 mörk

Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 7 leikir

Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan - 1 leikur

Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 39 leikir, 6 mörk

Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 26 leikir, 3 mörk

Andri Fannar Baldursson - Kasimpasa S.K. - 10 leikir

Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 33 leikir, 1 mark

Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 50 leikir, 6 mörk

Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 8 leikir, 2 mörk

Jóhann Berg Guðmundsson - Al Dhafra - 99 leikir, 8 mörk

Mikael Neville Anderson - Djurgardens IF - 37 leikir, 2 mörk

Andri Lucas Guðjohnsen - Blackburn Rovers F.C. - 37 leikir, 10 mörk

Brynjólfur Andersen Willumsson - FC Groningen - 5 leikir, 1 mark

Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 44 leikir, 13 mörk

Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF - 3 leikir