Mæta Aserbaísjan í Bakú
A landslið karla mætir Aserbaísjan í Bakú fimmtudaginn 13. nóvember í undankeppni HM 2026 og er það fyrri leikur liðsins í þessum glugga. Seinni leikur íslenska liðsins er gegn Úkraínumönnum í Varsjá í Póllandi 16. nóvember. Með hagstæðum úrslitum í leikjunum tveimur nær Ísland a.m.k. sæti í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026, sem fer fram í Norður-Ameríku. Möguleikinn á efsta sæti riðilsins er einnig enn fyrir hendi ef Ísland vinnur báða leiki sína og Frakkland tapar báðum leikjum sínum - þá yrðu þrjú lið jöfn að stigum og markatala myndi ráða úrslitum um lokastöðu.
Ísland hefur aðeins tvisvar áður mætt Aserbaísjan í A landsliðum karla og var önnur viðureignin einmitt fyrri leikur liðanna í þessari undankeppni, þegar Ísland vann 5-0 sigur á Laugardalsvelli. Hin viðureignin var vináttuleikur á Laugardalsvelli árið 2008 sem lauk með 1-1 jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson lék þar sinn fyrsta A landsleik og hann hefur nú leikið 99 leiki alls.
Ísland og Úkraína hafa alls mæst 6 sinnum áður og hefur Ísland unnið einn leik, Úkraína þrjá, og tvisvar hafa liðin skilið jöfn. Í fyrri leik liðanna í þessari undankeppni vann Úkraínu 3-5 sigur á Laugardalsvelli.
Báðir leikirnir eru kl. 17:00 að íslenskum tíma og báðir eru þeir í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Sýn.


.jpg?proc=760)
.jpg?proc=760)






