Æfðu á keppnisvellinum í Bakú
A landslið karla æfði í dag, miðvikudag, á keppnisvellinum í Bakú þar sem Ísland mætir heimamönnum í Aserbaísjan á fimmtudag. Leikvangurinn er heimavöllur Neftchi Baku og tekur um 11 þúsund manns í sæti. Búist er við um 8 þúsund áhorfendum á leikinn, þar af á þriðja tug stuðningsmanna Íslands.
Mikael Anderson á við meiðsli að stríða og verður ekki með íslenska liðinu í leiknum. Logi Tómasson æfði ekki í dag vegna veikinda, en ætti að vera klár í slaginn á fimmtudag. Aðrir leikmenn eru heilir heilsu og æfðu af fullum krafti.
Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á íþróttarás Sýnar.





.jpg?proc=760)
.jpg?proc=760)





