• fim. 13. nóv. 2025
  • Landslið
  • A karla

Góður sigur í Aserbaídsjan

Ísland vann góðan 2-0 sigur gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM 2026.

Íslenska liðið stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik og það var Albert Guðmundsson sem skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þá frábæra sendingu í gegnum vörn Aserbaídsjan og Albert setti boltann örugglega í netið.

Sverrir Ingi Ingason bætti svo öðru mark Íslands við á 39. mínútu með flottum skalla eftir góða fyrirgjöf Jóhanns Bergs Guðmundssonar.

Aserbaídsjan kom af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og reyndi meira að sækja en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að skapar sér nein opin marktækifæri.

Góður sigur íslenska liðsins því staðreynd og því er ljóst að um úrslitaleik verður að ræða á sunnudag um sæti í umspili þegar liðið mætir Úkraínu.