UEFA Fitness B þjálfaranámskeið
KSÍ mun í fyrsta skiptið bjóða upp á UEFA Fitness B þjálfaranámskeið á komandi ári, en fyrsti hluti námskeiðsins er fyrirhugaður 31. janúar - 1. febrúar 2026.Námskeiðið er fyrir fitness þjálfara sem eru í starfi hjá félagi og hafa áhuga á dýpka þekkingu sína á líkamlegri þjálfun leikmanna í yngri flokkum og meistaraflokks leikmanna sem leika á áhugamann getustigi.
Námið er alls 120 kennslustundir, hefst í janúar og lýkur í september 2026. Þátttakendur koma saman 4 helgar á þessu tímabili og einnig er verkefnavinna milli hittinga. Að lokinni fjórðu helginni fær hver og einn þátttakandi þrjár heimsóknir frá leiðbeinanda á vegum KSÍ, sem tekur út starf þátttakandans hjá viðkomandi félagi.
Námskeiðsgjald er 300.000kr
Inntökuskilyrði eru Bachelor-gráða* í íþróttafræðum og KSÍ/UEFA C þjálfararéttindi**
*Umsækjendur án Bachelor-gráðu geta tekið hæfnipróf (aptitute test) í formi viðtals og verkefnavinnu, þar sem þekking umsækjandans er könnuð. Sé þekkingin fullnægjandi þá þarf umsækjandinn ekki að hafa Bachelor-gráðu.
**Umsækjandi þarf að hafa starfað í sex mánuði að lágmarki sem fitness þjálfari hjá félagi/liði frá því viðkomandi lauk KSÍ/UEFA C gráðunni.
Þar sem þetta er nýtt nám þá er þriggja ára aðlögunarferli, þar sem umsækjendur með a.m.k. 7 ára reynslu sem fitness þjálfarar hjá félagi í efstu eða næst efstu deild karla/kvenna, geta fengið sæti á námskeiði, án þess að hafa KSÍ/UEFA þjálfararéttindi.
Umsóknarfrestur er til 5. desember 2025.
Umsækjendur þurfa að senda ferilskrá (CV), sem og vitnisburð frá Háskóla er varðar Bachelor-gráðuna, á arnarbill@ksi.is.









