• fös. 14. nóv. 2025
  • Landslið
  • A karla

Mæta Úkraínu í Varsjá á sunnudag

A landslið karla mætir Úkraínu í Varsjá á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti í HM 2026 umspili í mars. Íslenska liðinu dugar jafntefli til að komast áfram, en Úkraína þarf sigur.

Íslenska liðið ferðaðist til Varsjár í dag, föstudag, og æfir á keppnisvellinum á laugardag. Von er á hátt í tvö hundruð stuðningsmönnum Íslands til Póllands og munu þau vafalítið láta vel í sér heyra.

Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Sýn sport.  Á sama tíma mætast Aserbaísjan og Frakkland í Bakú.  Frakkar eru búnir að vinna riðilinn og tryggja HM-sætið.  Aserar eru með eitt stig í neðsta sæti.

A landslið karla