• sun. 16. nóv. 2025
  • Landslið
  • A karla
  • HM 2026

Grátlegt tap gegn Úkraínu

Ísland tapaði 0-2 fyrir Úkraínu í síðasta leik sínumn í undankeppni HM 2026.

Þetta þýðir að liðið kemst ekki áfram í umspil fyrir lokakeppnina og er því úr leik.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þó hvorugu liðinu tókst að skapa sér einhver góð færi. Úkraína var svo meira með boltann í seinni hálfleik en vörn Íslands hélt vel. Guðlaugur Victor Pálsson átti skalla um 15 mínútum fyrir leikslok en markvörður Úkraínu varði hann glæsilega. Stuttu síðar tók Úkraína svo forystuna.

Ísland sótti af krafti eftir markið til að reyna að komast aftur inn í leikinn, en ekki tókst að koma boltanum í netið. Úkraína skoraði svo seinna mark sitt í uppbótartíma og tap því staðreynd hjá íslenska liðinu.