• mán. 24. nóv. 2025
  • Mótamál

Formanna- og framkvæmdastjórafundur laugardaginn 29. nóvember

KSÍ býður aðildarfélögum til árlegs formanna- og framkvæmdastjórafundar laugardaginn 29. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

Fundurinn hefst klukkan 09:40 og stendur til 15:30.

Fyrri partur fundarins, þ.e. fyrir hádegisverð, er opinn öllum fulltrúum félaganna sem og fjölmiðlum.

Að hádegisverði loknum er dagskráin sniðin að formönnum og framkvæmdastjórum félaga.

Mikilvægt er að öll þau sem ætla að mæta skrái sig á skráningarhlekknum hér að neðan.

Skráning

Hádegisverður í boði fyrir alla þátttakendur.

Dagskrá fundarins

09:40 Setning fundar

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ

09:45 - 11:00 “Club Competition” - Áhugaverður fyrirlestur frá fulltrúum UEFA

Stephane Anselmo - Head of Competitions Strategic Development
Tobias Hedtstuck – Chief of Club Competitions & Calendar

11:00 – 11:30 Framkvæmdir á Laugardalsvelli

• Staðan og framtíðarsýn
• Umræður

11:45 – 12:30 Léttur hádegisverður

ÍTF mun einnig bjóða gestum í heimsókn á nýja skrifstofuna sína.

12:30 - 15:30

• Mótamál
• Þátttökugjöld og ferða- og uppihaldskostnaður dómara
• Nýtt Comet kerfi
• Reglugerðarbreytingar
• Veðmál og siðareglur
• Markaðsmál
• Skattamál
• Umræður og önnur mál