U15 kvenna mætir Tyrklandi á miðvikudag
U15 kvenna mætir Tyrklandi á miðvikudag í síðasta leik sínum á UEFA Development Tournament.
Ísland tapaði 1-2 gegn Englandi og 0-1 gegn Þýskalandi í fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu. Tyrkland tapaði 0-9 gegn Þýskalandi og 1-4 gegn Englandi.
Leikurinn á miðvikudag hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma, en ekki verður sýnt frá honum í beinni útsendingu.





