• mið. 26. nóv. 2025
  • Landslið
  • U15 kvenna

U15 kvenna með sigur gegn Tyrklandi

U15 kvenna vann 2-1 sigur á Tyrklandi í síðasta leik sínum á UEFA Development Tournament.

Ólöf Margrét Marvinsdóttir og Margrét Viktoría Harðardóttir skoruðu mörk Íslands. Sigurmark Íslands kom á sjöttu mínútu í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Liðið endar því í þriðja sæti mótsins á eftir Þýskalandi og Englandi.