• fös. 28. nóv. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Blikar með gott jafntefli gegn Samsunspor

Breiðablik og Samsunspor skildu jöfn 2-2 þegar liðin mættust í Sambandsdeildinni.

Leikið var á Laugardalsvelli og komst Breiðablik yfir strax á sjöttu mínútu leiksins þegar Davíð Ingvarsson skoraði. Samsunspor jafnaði metin korteri seinna og staðan jöfn í hálfleik. Tyrkirnir skoruðu svo aftur í upphafi seinni hálfleiks, en Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin aðeins mínútu eftir að hann hafði komið inn á. 

Jafntefli því staðreynd og sterkt stig fyrir Breiðablik, en Samsunspor hafði unnið alla þrjá leikina fyrir leikinn gegn Breiðablik og ekki fengið á sig mark.