• þri. 02. des. 2025
  • Fræðsla

Hámörkun hálfleiksvenja til að bæta frammistöðu í liðsíþróttum

KSÍ vekur athygli á spennandi fyrirlestri í HR þriðjudaginn 9. desember kl. 11:30-12:30 – stofa V101.

Prófessor Mark Russell fjallar um Hámörkun hálfleiksvenja til að bæta frammistöðu í liðsíþróttum.

Prófessor Russell mun kynna yfirlit yfir aðferðir sem taldar eru gagnast íþróttamönnum í liðsíþróttum; sérstaklega áhrifaríkar aðferðir til að viðhalda líkamshita (þar á meðal óvirkar og virkar aðferðir) og breyttar vatns- og næringarvenjur. Einnig verður kynnt fræðilegt líkan um hvernig hægt er að beita þessum aðferðum á þann hátt sem styður við núverandi starfshætti.

Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi fá 2 endurmenntunarstig ef þeir mæta á viðburðinn – vinsamlegast gefið ykkur fram við undirritaðan sem verður á staðnum.

Viðburðurinn er einnig í streymi hér:

Streymi

Athugið að það er ekki hægt að fá upptöku senda eftir viðburðinn.

Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi sem horfa á streymið geta fengið 2 endurmenntunarstig. Viðkomandi geta sent tölvupóst eftir að hafa horft á fyrirlesturinn, á arnarbill@ksi.is eða dagur@ksi.is og óskað eftir að fá spurningar um innihald fyrirlestursins. Í kjölfarið þarf síðan að senda rétt svör til Arnars eða Dags til að fá endurmenntunarstigin.

Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér:

Upplýsingar