• mið. 03. des. 2025
  • Mótamál
  • Lengjubikarinn

Lengjubikar KSÍ 2026 - drög að niðurröðun leikja

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikar KSÍ 2026 hefur verið birt á vef KSÍ.

Mótin verða uppfærð í Comet áður en niðurröðunin verður staðfest.

Athugasemdum við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi þriðjudaginn 16. desember á netfangið: birkir@ksi.is.

Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga:

Lítið svigrúm er til breytinga eftir að mótið hefur verið staðfest. Því þarf að liggja fyrir innan athugasemdafrestsins hvernig æfingaferðum félaga verður háttað.

Umsjónarmenn valla eru vinsamlegast beðnir um að fara vandlega yfir það hvort leikir séu rétt tímasettir á vellina m.t.t. annarra leikja/viðburða.

Mótin á vef KSÍ:

Öll mót - Knattspyrnusamband Íslands

Dagatal leikja (leikir félaga/valla):

Hægt er að kalla fram dagatal einstakra valla á vef KSÍ með því að velja "mót" á forsíðunni, velja svo "leiki félaga" og velja þar viðkomandi völl.

https://www.ksi.is/mot/felog/leikir-felaga/ - ATH – með því að velja + í þessari leit er t.d. hægt að skoða fleiri velli í sama leikjalista.

Vinsamlegast komið ofangreindum upplýsingum til hlutaðeigandi aðila innan ykkar félags, m.a. til vallarstjóra viðkomandi félaga.

Riðlaskipting