KSÍ C 1 þjálfaranámskeið 2026 - á íslensku og ensku
KSÍ mun halda KSÍ C 1 þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í janúar. Annars vegar helgina 10.-11. janúar, þar sem hópnum verður skipt upp í tvennt og annað námskeiðið verður kennt á íslensku og hitt á ensku, og hins vegar helgina 17.-18. janúar, þar sem eingöngu verður kennt á íslensku.
Þátttakendur fá aðgang að kennsluforritinu Canvas eftir að skráningu lýkur. Fram að námskeiði þurfa þátttakendur að nýta tímann til undirbúnings, horfa á fyrirlestra, svara spurningum úr einstaka fyrirlestrum og undirbúa umræðuefni.
Ath. – skráningu á fyrra námskeiðið lýkur sunnudaginn 4. janúar og skráningu á síðara námskeiðið lýkur föstudaginn 9. janúar.
Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa en aldurstakmark er á námskeiðið. Þátttakendur þurfa að vera fæddir árið 2010 eða fyrr.
Dagskrá námskeiðsins má finna hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Dagskrá (íslenska)
Námskeiðsgjald er 36.500 kr. – Vinsamlegast athugið að ef félag er að greiða námskeiðsgjaldið fyrir þátttakanda, þá þarf staðfesting frá félaginu í tölvupósti á dagur@ksi.is.
Markmið KSÍ C þjálfaranámskeiðsins er að gefa þjálfurum tæki og tól til að:
Búa börnum og unglingum öruggt umhverfi til að stunda knattspyrnu
Skipuleggja æfingar
Efla færni sína í þjálfun/kennslufræði
Bjóða iðkendum upp á æfingar við hæfi
Skráning:
10.-11. janúar (skráningu lýkur 4. janúar)
17.-18. janúar (skráningu lýkur 9. janúar)
Ath. af gefnu tilefni fylgja hér fyrir neðan reglur fræðslunefndar KSÍ um mætingu á þjálfaranámskeið:
Fjarvist vegna KSÍ: (t.d. leikir í móti og landsliðsæfingar) að hámarki 4 kennslustundir. 5 kennslustundir þýðir nýtt námskeið.
Fjarvist af öðrum ástæðum: að hámarki 2 kennslustundir. 3-4 kennslustundir þýðir verkefni. 5 kennslustundir þýðir nýtt námskeið.
Vinsamlegast athugið að mót á vegum KSÍ eru Lengjubikar, Bikarkeppni KSÍ og Íslandsmót. Önnur mót eru ekki á vegum KSÍ.
English:
The Football Association of Iceland (KSÍ) will have a KSÍ C 1 coaching courses in the capital area in English in the second weekend in January (January 10th-11th 2026).
The course is open to anyone who is interested, but there is an age limit for the course. Participants must be born in 2010 or earlier.
Participants will get access to the Canvas tutorial after registration. Before the group meets on the course, participants must use the time for preparation, watch lectures, answer questions from individual lectures and prepare topics for discussion.
Please note - registration for the course ends on January 4th.
The draft schedule of the courses can be found here:
Draft schedule
The course fee is ISK 36,500. – Please note that if a club is paying the course fee for a participant, then confirmation from the club is needed via email to dagur@ksi.is
The goal of the KSÍ C coaching course is to give coaches tools and equipment to:
- Create a safe environment for children and teenagers to play football
- Plan exercises
- Develop their skills in training/pedagogy
- Offer practitioners suitable exercises
Registration










.jpg?proc=760)