Breiðablik mætir Strasbourg á fimmtudag
Breiðabik mætir Strasbourg á fimmtudag í Sambandsdeildinni.
Um er að ræða síðasta leik liðsins í deildarkeppninni og hefst hann kl. 20:00 að íslenskum tíma á Stade de La Meinau í Strasbourg.
Breiðablik er í 27. sæti deildarinnar með fimm stig og er því ljóst að liðið þarf sigur til að eiga möguleika á að komast í næstu umferð keppninnar, sem er umspil um að komast í 16 liða úrslit. Strasbourg er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig og er því öruggt með sæti í 16 liða úrslitum.
Leikurinn á fimmtudag verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.
.jpg?proc=1152)
.jpg?proc=760)
.jpg?proc=760)
.jpg?proc=760)


.jpg?proc=760)
