• þri. 16. des. 2025
  • Landslið
  • A karla

Leikið við Mexíkó í febrúar

Knattspyrnusamband Mexíkó hefur samið við KSÍ um vináttuleik A landsliða karla í febrúar 2026. Leikurinn fer fram í Queretaro í Mexíkó 25. febrúar og er leikdagurinn ekki í FIFA-glugga. KSÍ ber ekki kostnað af verkefninu.

Ísland og Mexíkó hafa fimm sinnum áður mæst í A landsliðum karla - í öllum tilfellum vináttuleikir á erlendri grundu. Fyrstu tveimur viðureignunum lauk báðum með markalausu jafntefli og næstu þremur með mexíkóskum sigri. Liðin mættust síðast í lok maí 2021 í Arlington, Texas þar sem Mexíkó vann 2-1 sigur.

Fyrri viðureignir