Knattspyrnuþing 2026 - 80. ársþing KSÍ
80. ársþing KSÍ verður haldið á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum 28. febrúar 2026. Í samræmi við grein 11. í lögum KSÍ skulu tillögur að laga- og/eða reglugerðarbreytingum sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á knattspyrnuþingi, sendar stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þingið eða í síðasta lagi laugardaginn 31. janúar 2026.
Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 28. febrúar 2025 og er gert ráð fyrir að því ljúki um kl. 17:00 sama dag. Stefnt er að kvöldverði fyrir þingfulltrúa og gesti að kvöldi þingdags. Nánari dagskrá ásamt upplýsingum verður send sambandsaðilum síðar.
Í samræmi við 10. gr. laga KSÍ hefur þeim aðilum sem þar eru nefndir verið boðið að senda fulltrúa á þingið.




.jpg?proc=760)





