Göngufótbolti
Fimmtudaginn 15. janúar frá kl. 11:00-12:00 býður KSÍ upp á fyrirlestur um göngufótbolta á Teams. Rúnar Már Sverrisson, umsjónarmaður göngufótbolta hjá Þrótti og nefndarmaður í Grasrótarnefnd KSÍ, kynnir göngufótbolta og fer yfir hvað þarf til að stofna göngufótboltahóp. Einnig mun Rúnar segja frá ávinningnum við íþróttina.
Göngufótbolti er fyrir öll sem leita að árangursríkri og skemmtilegri hreyfingu sem leggur áherslu á félagslega þáttinn sem og þann líkamlega. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að með iðkun göngufótbolta eykst beinþéttni og beinmassi og að blóðþrýstingur lækkar.
Frítt er á fyrirlesturinn og veitir hann öllum þjálfurum sem eru með KSÍ/UEFA þjálfaragráðu, tvö endurmenntunarstig.
Til þess að fá endurmenntunarstig þá þarf að svara 2 spurningum úr fyrirlestrinum.
ATH! Fyrirlesturinn er eingöngu á Teams og verður teams hlekkur sendur út tveimur dögum fyrir viðburðinn, þann 13. janúar.
Þau sem ekki komast á fyrirlesturinn geta óskað eftir að fá upptöku senda í tölvupósti, eftir að honum líkur. Viðkomandi geta þá líka óskað eftir spurningum fyrir endurmenntunarstig.
Við hvetjum öll sem hafa áhuga á að vera viðstödd á Teams að skrá sig hér.










