Åge Hareide er látinn
Norðmaðurinn Åge Hareide, fyrrum þjálfari A landsliðs karla, er látinn. Hann tók við stjórn karlalandsliðs Íslands í apríl 2023 og stýrði því í alls 20 leikjum.
Hareide, sem fæddist árið 1953, átti langan og árangursríkan feril sem leikmaður í Noregi og á Englandi, og sem þjálfari nokkurra af stærstu félagsliðum Norðurlanda, auk þess að þjálfa landslið Noregs og Danmerkur um árabil við góðan orðstír.
KSÍ minnist fallins félaga með hlýhug og þakklæti og sendir fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Åge Hareide.


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






.jpg?proc=760)
.jpg?proc=760)