• mán. 22. des. 2025
  • Fræðsla

Þjálfararáðstefna í KSÍ 24. janúar

Laugardaginn 24. janúar fer fram vegleg þjálfararáðstefna í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

Dagskrá

09:00-11:00 Hugmyndafræði FC Nordsjælland - Kasper Kurland, yfirþjálfari kvennastarfs FC Nordsjælland í Danmörku
FCN er þekkt fyrir frábært uppeldisstarf og hefur til fjölda ára verið með einn af yngstu leikmannahópum karla liða í Evrópu. Kvennalið félagsins hefur á skömmum tíma þróast í eitt af bestu liðum Danmerkur. Kasper er einn af höfundum hugmyndafræði félagsins en framkvæmd hennar er eins hjá kvenna og karlaliðinu. Hann mun fjalla um hugmyndafræðina, Right to Dream akademíu félagsins og sýna videó frá æfingum og leikjum.

11:00-11:30 SKORA – Stúlkur, Knattspyrna og Rannsókn á Afkastagetu - Sigurður Skúli Benediktsson, doktorsnemi við Háskóla Íslands.
Erindið Skúla byggir á niðurstöðum úr íslensku SKORA-rannsókninni á 12 ára knattspyrnustúlkum. Þar sem samband þroska, líkamssamsetningar og líkamlegrar frammistöðu við getuskiptingu þjálfara er skoðað. Rannsóknin varpar ljósi á hvernig þroski og líkamssamsetning tengjast afkastagetu og hvernig þessir þættir skýra mun í getuflokkun milli leikmanna. Jafnframt verður fjallað um hvers vegna skipulögð eftirfylgd með þroska er mikilvæg fyrir markvissa hæfileikamótun og sem forvörn gegn meiðslum.

11:30-12:00 Ættu stelpur að æfa/spila meira með strákum? – Ólafur Kristjánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna
Hvernig er staðan á Íslandi, hvað er að gerast annars staðar í Evrópu?

12:00-12.30 Hádegismatur

12:30-13:30 Álag og þreyta hjá íslenska kvennalandsliðinu á EM 2025. Samanburður við aðrar þjóðir, yngri landslið Íslands og lið í Bestu deild kvenna - Lára Hafliðadóttir, Vísindasvið KSÍ (Head of fitness) og doktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík.
Farið verður yfir gögn (GPS, CMJ og readiness) frá íslenska kvennalandsliðinu á EM ásamt samanburði á hlaupatölum við aðrar þjóðir á mótinu. Þá verður einnig rýnt í gögn frá yngri landsliðum Íslands og liðum úr Bestu deild kvenna.

13:30-15:00 EM 2025, Uppgjör – Þorsteinn H. Halldórsson, aðalþjálfari A-landslið kvenna
Farið yfir allan undirbúning fyrir leik, i leiknum, hálfleik og eftir leik á EM og allt sem honum tengist. Skipulag þjálfara, skipting verkefna.

Ráðstefnugjald er 7500kr og er léttur hádegisverður innifalin.

Ráðstefnan veitir þátttakendum með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi 9 endurmenntunarstig. Ekki verður streymt frá ráðstefnunni og hún verður ekki tekin upp.

Skráning á ráðstefnuna er hér

Þátttakendur sem greiða sjálfir ráðstefnugjald eru vinsamlegast beðnir um að millifæra á eftirfarandi reikning – 101-26-700400, kt. 700169-3679