• fös. 02. jan. 2026
  • Landslið

Glódís og Hákon tilnefnd til íþróttamanns ársins

Íþróttamaður ársins 2025 verður krýndur í Hörpu á laugardagskvöld kl. 19:40 og er viðburðurinn í beinni útsendingu á RÚV.  Sem fyrr eru það Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu.

Samtök íþróttafréttamanna

Knattspyrnufólk ársins 2025 samkvæmt niðurstöðu Leikmannavals KSÍ, þau Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson, eru á meðal þeirra 10 íþróttamanna sem eru tilnefndir.  Glódís, sem hlaut nafnbótina Íþróttamaður ársins 2024, er tilnefnd fjórða árið í röð og sjötta skiptið alls, en Hákon er tilnefndur í fyrsta sinn.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari A landsliðs karla hjá írska knattspyrnusambandinu, er einn af þremur þjálfurum sem eru tilnefndir til þjálfara ársins, og kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu er eitt af þremur liðum sem er tilnefnt sem íþróttalið ársins 2025.