• lau. 03. jan. 2026
  • Landslið

Ásgeir Sigurvinsson sæmdur Fálkaorðunni

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag.  Á meðal þeirra var knattspyrnukappinn Ásgeir Sigurvinsson, "fyrir afreksárangur í knattspyrnu".

Nánar á vef forseta Íslands

Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson er knattspyrnuáhugafólki auðvitað að góðu kunnur sem einn af bestu íslensku knattspyrnumönnum sögunnar.  Ásgeir, sem er sjötugur, hóf feril sinn sem leikmaður ÍBV og lék síðan með Standard Liege í Belgíu, Bayern München og Stuttgart í Þýskalandi á árunum 1973 til 1990, og varð hann m.a. Þýskalandsmeistari með síðastnefnda liðinu árið 1984 auk þess að vera valinn besti leikmaður Bundesligunnar það ár. 

Ásgeir lék 45 leiki fyrir íslenska landsliðið á árunum 1972-89 og skoraði fimm mörk og var valinn jafnframt valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árin 1974 og 1984.

Til hamingju Ásgeir!