• þri. 06. jan. 2026
  • Ársþing

Opið fyrir tilnefningar til Sjálfbærniverðlauna KSÍ 2025

Í aðdraganda ársþings hvers árs hefur KSÍ jafnan afhent ýmsar viðurkenningar og svo verður einnig fyrir komandi ársþing, sem haldið er í lok febrúar. Í fyrsta sinn mun KSÍ nú veita sérstaka viðurkenningu fyrir sjálfbærniverkefni - "Sjálfbærniverðlaun KSÍ". Opnað hefur verið fyrir tilnefningar þar sem öllum er velkomið að senda inn tilnefningu.

Skilyrðin sem verkefni þarf að uppfylla til að geta hlotið Sjálfbærniverðlaun KSÍ er tenging við fótbolta og að viðkomandi verkefni hafi það að markmiði að bæta samfélagið eða umhverfi þess með einhverjum hætti. Dæmi um þetta eru verkefni sem eru með eftirfarandi þætti að leiðarljósi:

  • Jafnrétti og þátttaka
  • Heilsa og vellíðan
  • Verndun barna
  • Umhverfisvernd

Allar tilnefningar verða skoðaðar og mun stjórn KSÍ velja sigurvegara. Ef þú veist um einstakling, knattspyrnufélag, samtök eða verkefni sem þér finnst að kæmi til greina þá hvetjum við þig til að senda inn tilnefningu ásamt rökstuðningi á soley@ksi.is fyrir 1. febrúar 2026.

Stefna KSÍ um samfélagsleg verkefni