• þri. 06. jan. 2026
  • Fræðsla

Tæklum tilfinningar og tæklum meiðsli

Bergið og KSÍ í samstarfi við UEFA munu í janúar og febrúar bjóða upp á fyrirlestur, fyrir stelpur í 2. og 3. flokki, þar sem farið verður yfir líðan, tilfinningar og unglingsárin í tengslum við íþróttir. Telma Hjaltalín Þrastardóttir, sjúkraþjálfari og fyrrum fótboltakona, mun halda fyrirlestur um meiðsli og hvernig við tæklum tilfinningar í tengslum við meiðsli og endurkomu á völlinn. Verkefnið er samstarfsverkefni Bergsins, KSÍ og UEFA í tengslum við EM kvenna 2025.

Viðburðurinn verður haldinn á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Hann hefst klukkan 11:00 og áætlað að honum ljúki um klukkan 13:30. Boðið verður upp á hádegismat.

Að fyrirlestri loknum verður happdrætti með glæsilegum vinningum.
Skráning fyrir 24. janúar þarf að liggja fyrir þann 20. janúar. 
Skráning fyrir 21. febrúar þarf að liggja fyrir þann 17. febrúar. 
ATH - sömu fyrirlestrar verða á báðum dagsetningum!
 
Skráning fer fram hér: https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=ZuEpDXDa-kmQC2v47ayAW9RFhljRFC9Fs_5rGje0ZbZUREk0SjNHMzYxSFRCSkxGS0hCQVZYU1c4Ry4u 


Áætlað er að fara með viðburðinn á norður-, austur- og vesturland með vorinu. Viðburðurinn í Reykjavík er samt sem áður opinn fyrir stelpur af öllu landinu.