• fös. 09. jan. 2026
  • Fræðsla

Ungmennaráð KSÍ byrjar árið af krafti

Ungmennaráð KSÍ, sem var myndað í ágúst í kjölfar ungmennaþings KSÍ í maí 2025, byrjar árið af krafti. Fyrsti fundur ársins fór fram í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 7. janúar.

Næsta ungmennaþing KSÍ verður haldið sunnudaginn 15. mars í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Öllum aðildarfélögum KSÍ verður boðið að senda fulltrúa á þingið. Hvert félag getur sent sex fulltrúa á aldrinum 13 - 23 ára. Nánari upplýsingar ásamt skráningarlink verður sent á öll félög þegar nær dregur.

Ungmennaráðið hefur aldrei verið jafn stórt og nú, meðlimir ráðsins eru 17 talsins, úr átta félögum og eru þeir á aldrinum 13 - 21 árs.

Meðlimir ráðsins eru:

Auður Kjerúlf - Valur

Margrét Lóa Hilmarsdóttir - Þróttur

Sóldís Erla Hjartardóttir - Þróttur

Sóldís Malla Steinarsdóttir - Selfoss

Ragnar Funason - Þróttur

Ásta Björk Óskarsdóttir - Selfoss

Aðalheiður Helga Kristjánsdóttir - Víkingur R.

Daníel Hjaltalín - Valur

Ernir Daði Arnbergz - Skallagrímur

Kristín Ragna Finnsdóttir - Víkingur R.

Matthildur Klausen - FHL

Ylfa Katrín Gústavsdóttir - Valur

Rakel Dalía Þráinsdóttir - Hamar

Hildur Luo Káradóttir - KÞ/Þróttur

Böðvar Stefánsson - Valur

Ísey Fannarsdóttir - ÍA

Hera Fönn Lárusdóttir - Hamar