• mán. 12. jan. 2026
  • Mótamál
  • Futsal

KM Íslandsmeistarar í Futsal karla 2026

KM eru Íslandsmeistarar í Futsal karla 2026!

Liðið vann Ísbjörninn í 5-4 í framlengdum leik í úrslitaleik keppninnar. Ísbjörninn hafði unnið keppnina í fjögur ár í röð.

KM hafði unnið sigur á Fjölni í undanúrslitum á meðan Ísbjörninn hóf leið sína í úrslitin í umspili um sæti í undanúrslitum. Þar vann liðið Aftureldingu/Hvíta/Álafoss áður en það vann svo Þrótt/SR í undanúrslitum.

Húsfyllir var er liðin mættust í Digranesi á sunnudag.

Til hamingju KM!