Markmannsskóli KSÍ fór fram á Selfossi
Markmannsskóli KSÍ var haldinn á Selfossi helgina 3.-5. janúar og æfðu þar 50 markmenn fæddir árið 2012.
Fjalar Þorgeirsson, yfirmarkmannsþjálfari yngri landsliða, stjórnaði æfingunum um helgina og fengu markmennirnir handleiðslu markmannsþjálfaranna á fjórum æfingum. Alls tóku, ásamt Fjalari, sjö markmannsþjálfarar þátt í æfingunum um helgina.
Þótti helgin ganga mjög vel, markmennirnir fengu góða þjálfun og utanumhald og var mikil ánægja með æfingarnar.
Markmennirnir, sem komu alls staðar að af landinu, komu frá eftirfarandi félögum: Afturelding, Breiðablik, FH, Fram, Grótta, Hamar, Haukar, HK, Höttur, ÍA, ÍBV, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík, RKVN, Selfoss, Sindri, Stjarnan, Tindastóll, Uppsveitir, Valur, Víkingur Ó, Völsungur, Þór, Þróttur R.










