• mið. 14. jan. 2026
  • Mótamál

Drög að niðurröðun efstu deilda 2026

Mynd - Mummi Lú

Drög að niðurröðun leikja í Bestu deild karla og kvenna hafa verið gefin út og má finna þau hér að neðan.

Áætlaðir leikdagar í Mjólkurbikar karla og kvenna hafa einnig verið gefnir út.

Besta deild karla

Besta deild karla hefst föstudaginn 10. apríl með leik Víkings R. og Breiðabliks og lýkur laugardaginn 24. október.

Drög að niðurröðun

Besta deild kvenna

Besta deild kvenna hefst föstudaginn 24. apríl með leik Breiðabliks og Þróttar R. og lýkur laugardaginn 3. október.

Drög að niðurröðun

Mjólkurbikar karla - leikdagar:

32-liða úrslit: 4.-7. apríl

16-liða úrslit: 13.-14. maí

8-liða úrslit: 7.-12. júní

Undanúrslit: 24.-25. júní

Úrslitaleikur: 11. september

Mjólkurbikar kvenna - leikdagar:

16-liða úrslit: 15.-16. maí

8-liða úrslit: 18.-19. júní

Undanúrslit: 4.-5. júlí

Úrslitaleikur: 25. júlí

Önnur mót meistaraflokka

Niðurröðun leikja í öðrum mótum meistaraflokka er í vinnslu og verða birt eins fljótt og við verður komið.