Þátttökutilkynning Futsal 2026

Hér að neðan eru upplýsingar um þátttökutilkynningu fyrir Íslandsmót meistaraflokka í knattspyrnu innanhúss 2026 (futsal). Frestur til að tilkynna þátttöku er til sunnudagsins 12. október 2025.

Þátttökutilkynning 2026

Mótafyrirkomulag

Mótið er leikið með sama fyrirkomulagi og síðustu ár, þ.e. að forkeppni meistaraflokka karla og kvenna verður leikin með hraðmótsfyrirkomulagi en úrslitakeppnin verður leikin með fullum leiktíma.

Tímabil keppninnar:

Forkeppnin er leikin frá 14. nóvember til 21. desember.

Úrslitakeppni meistaraflokka verður leikin dagana 2. til 4. janúar. 

Í 8-liða úrslitum verður leikið á heimavöllum félaga þar sem þess er kostur.

Dómgæsla

Dómarar eru skipaðir af KSÍ. 

Þátttökugjald

Þátttökugjald vegna Íslandsmótsins innanhúss 2026 er 45.000 krónur.

Banki og reikningur er 101-26-700400. Kennitala KSÍ er 700169-3679

Vinsamlega sendið greiðslukvittun á gudnie@ksi.is

Nánari upplýsingar:

Guðni Þór Einarsson (gudnie@ksi.is)