Handbók leikja 2018
Í Handbók leikja er að finna ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja. Í Handbók leikja 2018 eru m.a. listaðar upp skyldur við samstarfsaðila, tilmæli og skyldur vegna umgjarðar aðstöðu á leikvöngum og þjónustu við fjölmiðla og aðra hópa. Að auki er stiklað á stóru um hlutverk lykilstarfsmanna leikja (ábyrgðarmaður leiks, öryggisstjóri, tengiliður við stuðningsmenn, gæslumenn, vallarkynnir og fjölmiðlafulltrúi). Sérstaklega er vakin athygli á aðstöðu og þjónustu við fatlaða vallargesti, sem var á meðal áhersluatriða leyfiskerfis KSÍ fyrir keppnistímabilið 2018. Einnig er sérstaklega vakin athygli á aðstöðu fyrir og þjónustu við fjölmiðla – vinnuferli er lýst ítarlega í viðeigandi köflum í handbókinni, mikilvægt er að gæta samræmis milli leikja og leikvanga eins og mögulegt er. Í viðaukum við handbók leikja er að finna ýmis gagnleg skjöl og gátlista sem styðja við framkvæmd leikja.
