U17 kvenna - Ísland mætir Danmörku á sunnudag
U17 ára lið kvenna mætir Danmörku á sunnudag í öðrum leik liðsins í milliriðli undankeppni EM 2019, en leikið er á Ítalíu.
Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum gegn Ítalíu 2-1 á meðan Danir gerðu 1-1 jafntefli gegn Slóveníu.
Sigurvegari riðilsins fer í lokakeppni EM 2019, en hún er haldin í Búlgaríu.
Hægt verður að fylgjast með gangi leiksins á vef UEFA og miðlum KSÍ.
.jpg?proc=1152)
.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






