120 þúsund áhorfendur hafa sótt leikina 114
Þegar þremur umferðum er ólokið í Pepsi Max deild karla hafa 120.242 áhorfendur mætt á leikina 114 sem leiknir hafa verið, eða 1.055 að meðaltali. Sjö af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum, og eitt félag er reyndar býsna nærri því líka, með 999 áhorfendur að meðaltali. Flestir sækja heimaleiki KR að meðaltali, eða 1.623, en þar á eftir koma Breiðablik (1.394) og FH (1.368).
|
Félag |
Meðaltal |
|
KR |
1623 |
|
Breiðablik |
1394 |
|
FH |
1368 |
|
Fylkir |
1232 |
|
ÍA |
1161 |
|
Stjarnan |
1062 |
|
Valur |
1048 |
|
Víkingur |
999 |
|
HK |
886 |
|
KA |
833 |
|
Grindavík |
615 |
|
ÍBV |
507 |
|
Alls |
1055 |
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net
.jpg?proc=1152)








