U17 kvenna - Ísland mætir Frakklandi á laugardag
U17 ára landslið kvenna mætir Frakklandi á laugardag í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020.
Bæði lið hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru komin áfram í milliriðla.
Leikurinn fer fram á Gorodskoy Stadium í Hvíta Rússlandi og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á Facebook síðu KSÍ.
.jpg?proc=1152)
.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






