• mán. 28. okt. 2019
  • Stjórn
  • Skrifstofa

KSÍ semur við Brandenburg

KSÍ hef­ur samið við aug­lýs­inga­stof­una Brand­en­burg um stuðning við mót­un, upp­bygg­ingu og þróun á vörumerkj­um sam­bands­ins.  Í kjöl­far stefnu­mót­un­ar og und­an­geng­inn­ar markaðsgrein­ing­ar hef­ur KSÍ ákveðið að ráðast í end­ur­mörk­un á sín­um auðkenn­um.

Mark­miðið er að styrkja vörumerki KSÍ og efla ásýnd sam­bands­ins, auka er­lenda tekju­mögu­leika og færa auk­inn kraft í markaðsstarf tengt inn­lend­um og er­lend­um verk­efn­um. Vald­ar voru þrjár aug­lýs­inga­stof­ur til að koma með til­lög­ur að breyttri vörumerkja­stefnu og í kjöl­farið var ákveðið að ganga til sam­starfs við Brand­en­burg.

Við hjá KSÍ erum mjög spennt fyr­ir því sem framund­an er í vörumerkja­mál­um sam­bands­ins. Búið er að vinna mikla grein­ing­ar­vinnu og framund­an eru áhuga­verð verk­efni sem gam­an verður að vinna með Brand­en­burg,“ seg­ir Stefán Sveinn Gunn­ars­son, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ.

Árang­ur landsliðanna okk­ar und­an­farið og sú heims­at­hygli sem við höf­um notið krefst þess að við end­ur­skoðum upp­bygg­ingu okk­ar vörumerkja. Eins er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir fé­lög­in í land­inu að knatt­spyrn­an, sem heild, sinni sín­um markaðsmá­l­um af festu, enda sam­keppni um þátt­tak­end­ur í íþrótt­a­starfi mik­il, hvort sem er um að ræða leik­menn, aðstand­end­ur eða sjálf­boðaliða.“

Þetta er að sjálf­sögðu eitt mest spenn­andi vörumerkja­verk­efni sem við höf­um tekið að okk­ur og okk­ur líður dá­lítið eins og við höf­um verið val­in í landsliðshóp­inn. Á sama tíma ger­um okk­ur fylli­lega ljóst að um afar krefj­andi verk­efni er að ræða enda hafa all­ir sterk­ar skoðanir á starf­semi KSÍ, utan vall­ar sem inn­an. Þannig á það líka að vera, við eig­um að vera stolt af KSÍ og því starfi sem þar fer fram. Við höf­um veitt ráðgjöf og séð um hönn­un í mörg­um af stærstu vörumerkja­verk­efn­um síðustu miss­era og erum mjög spennt fyr­ir að fara í þessu vinnu með KSÍ,“ seg­ir Ragn­ar Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Brand­en­burg­ar.

Vefur Brandenburg

Mynd / Brandenburg og KSÍ (frá vinstri):  Hrafn Gunnarsson, Dóri Andrésson, Arndís Huld Hákonardóttir og Ragnar Gunnarsson frá Brandenburg.  Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz, Stefán Gunnarsson og Ómar Smárason frá KSÍ.