U19 karla - Ísland mætir Albaníu á þriðjudag
U19 ára landslið karla mætir Albaníu á þriðjudag í síðasta leik liðsins í undankeppni EM 2020, en leikið er í Belgíu.
Strákarnir eru með þrjú stig eftir að hafa unnið Grikkland, en tapað fyrir Belgíu. Tvö lið fara beint upp úr riðlinum í milliriðla.
Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu á vef UEFA, en hann hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.
.jpg?proc=1152)




.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)