Kosningar í stjórn á 75. ársþingi KSÍ
75. ársþing KSÍ verður haldið 27. febrúar næstkomandi. Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 13. febrúar nk.
  Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.  
Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og hafa allir kjörnir fulltrúar atkvæðisrétt.  Kosning skal fara þannig fram:
a.	Kosning formanns, annað hvert ár, til tveggja ára í senn. Formaður skal ekki sitja lengur en sex kjörtímabil samfleytt.
b.	Kosning fjögurra manna í stjórn til tveggja ára.
c.	Kosning 3ja manna til vara í stjórn til eins árs.
d.	Kosning 4ra fulltrúa frá landsfjórðungunum til tveggja ára.
e.	Kosning 4ra varafulltrúa frá landsfjórðungunum til tveggja ára.
Kosning formanns
Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 73. ársþingi KSÍ í febrúar 2019. Tveggja ára kjörtímabili Guðna sem formanns lýkur á 75. ársþingi KSÍ árið 2021.
Guðni Bergsson gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku.
Kosning í stjórn
Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í stjórn KSÍ lýkur á 75. ársþingi KSÍ 27. febrúar nk.:
Ásgeir Ásgeirsson			Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir		Kópavogi
Magnús Gylfason			Hafnarfirði 
Þorsteinn Gunnarsson			Reykjavík 
Ásgeir Ásgeirsson, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason og Þorsteinn Gunnarsson gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 
Auk ofangreindra sitja í stjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2022):
Gísli Gíslason 			Akranesi 
Ingi Sigurðsson			Vestmannaeyjum  
Ragnhildur Skúladóttir		Reykjavík
Valgeir Sigurðsson		Garðabæ
Kosning varamanna í stjórn
Eins árs kjörtímabili varamanna í stjórn lýkur á 75. ársþingi KSÍ 27. febrúar nk.:
Þóroddur Hjaltalín			Akureyri 
Guðjón Bjarni Hálfdánarson		Árborg 
Jóhann K. Torfason			Ísafirði
Þóroddur Hjaltalín, Guðjón Bjarni Hálfdánarson og Jóhann K. Torfason gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem varamenn í stjórn.
Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga
Tveggja ára kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur í febrúar 2022:
	Jakob Skúlason			Vesturland 
Björn Friðþjófsson		Norðurland
Bjarni Ólafur Birkisson		Austurland
Tómas Þóroddsson		Suðurland
Minnt er á ákvæði í 15. grein laga KSÍ:
15.2.
Þeir sem bjóða sig fram til embætta sem kosið er um samkvæmt grein 15.1. skulu vera lögráða, fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga eða skattalögum. Óheimilt er að velja einstaklinga sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar.
15.3. 
Sá sem býður sig fram til formanns eða stjórnar skulu hafa skrifleg meðmæli aðildarfélaga sem fara samanlagt með a.m.k. 12 atkvæði á knattspyrnuþingi.
Með tilkynningu um framboð er óskað eftir stuttri ferilskrá til birtingar á heimasíðu KSÍ.  Í samræmi við ákvörðun kjörnefndar skulu framboð ásamt skriflegum meðmælum á þar til gerðu eyðublaði, send með tölvupósti til framkvæmdastjóra KSÍ (klara@ksi.is) í síðasta lagi þann 13. febrúar næstkomandi.
.jpg?proc=1152)

.jpg?proc=760)







