U19 karla - Ísland mætir Færeyjum í dag
U19 karla mætir U21 árs liði Færeyja í dag í vináttuleik, en leikið er í Svangaskarði.
Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma. Strákarnir mæta svo U19 árs liði Færeyja á sunnudag og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma.
Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar, en hann tók við liðinu nýlega af Þorvaldi Örlygssyni.





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)