U16 kvenna - Leikið gegn Danmörku 2 í dag
U16 ára landslið kvenna heldur áfram leik á opna Norðurlandamótinu í dag þegar liðið mætir Danmörku 2. Leikið verður í Aabenraa og hefst leikurinn kl.12:30 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi leiksins á Facebook-síðu KSÍ.
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrsta leik mótsins sem spilaður var síðastliðinn þriðjudag. Sama dag lék Danmörk 2 gegn Færeyjum og vann 2-1 sigur. Þá hafði Holland betur gegn Danmörku 1 og vann 4-0 sigur.
Byrjunarlið Íslands í dag er skipað eftirtöldum leikmönnum:
| Emelía Óskarsdóttir |
| Eyrún Embla Hjartardóttir (F) |
| Harpa Helgadóttir |
| Henríetta Ágústsdóttir |
| Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir |
| Iðunn Rán Gunnarsdóttir |
| Ísabella Sara Tryggvadóttir |
| Lilja Liv Margrétardóttir |
| Margrét Rún Stefánsóttir (M) |
| Snæfríður Eva Eiríksdóttir |
| Vigdís Lilja Kristjánsdóttir |






.jpg?proc=760)
