U17 kvenna - Sigur gegn Írlandi í síðasta leik í milliriðlinum
U17 ára landslið kvenna vann 4-1 sigur gegn Írlandi í síðasta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2022.
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði tvö mörk og þær Eyrún Embla Hjartardóttir og Emelía Óskarsdóttir skoruðu hvor eitt mark.
Ísland endaði í öðru sæti riðilsins, jafnt að stigum og Finnland en Finnland fer áfram með betri markatölu.
.jpg?proc=1152)


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)



