U19 karla mætir Moldóvu
U19 karla mætir Moldóvu laugardaginn 16. nóvember klukkan 12:00 í undankeppni EM 2025.
Riðill Íslands fer fram í Moldóvu en í riðli með Íslandi ásamt Moldóvu eru Aserbaídsjan og Írland. Íslenska liðið vann góðan 2-0 sigur á Aserbaídsjan síðasta miðvikudag og mætir að lokum Írlandi þriðjudaginn 19. nóvember.
Allir leikir Íslands verða í beinu streymi, hægt er að kaupa aðgang að leikjunum hér. Greiða þarf 1 Evru fyrir hvern leik.





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)