• fim. 01. maí 2025
  • Landslið
  • U16 kvenna

Glæsilegur sigur U16 kvenna á Eistlandi

U16 kvenna vann frábæran 6-0 sigur á Eistlandi í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament í Eistlandi.

Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Rebekka Sif Brynjarsdóttir skoruðu tvö mörk og þær Kara Guðmundsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Ísland mætir Kosóvó í síðasta leik sínum á mótinu á sunnudagsmorgun kl. 08:00 að íslenskum tíma. Sá leikur verður í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.