• sun. 04. maí 2025
  • U16 kvenna
  • Landslið

U16 kvenna - 3-1 sigur á Kosóvó

U16 kvenna vann 3-1 sigur á Kosóvó í síðasta leik sínum á UEFA Development Tournament í Eistlandi.

Anna Heiða Óskarsdóttir, Rebekka Sif Brynjarsdóttir og Eva Marín Sæþórsdóttir skoruðu mörk Íslands.

Úrslitin þýða að Ísland endar með fullt hús stiga í efsta sæti mótsins.