• mið. 07. maí 2025
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla leikur á Þróttarvelli

KSÍ hefur samið við Þrótt um að heimaleikir U21 landsliðs karla fari fram á Þróttarvellinum í Laugardal. Samkomulagið nær til bæði mótsleikja og vináttuleikja og gildir til ársins 2028.

Íslenska U21 liðið lék tvo vináttuleiki á Spáni í mars síðastliðnum, mun leika aðra tvo vináttuleiki í Egyptalandi í júní, og hefur síðan leik í undankeppni EM 2027 í haust þar sem byrjað verður á heimaleik á Þróttarvelli gegn Færeyjum 4. september.

U21 landslið karla