• þri. 01. júl. 2025
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2025

Æft á keppnisvellinum í Thun

A landslið kvenna æfði í dag á keppnisvellinum í Thun, þar sem íslenska liðið mætir því finnska á miðvikudagí fyrsta leik sínum á EM 2025, sem er raunar fyrsti leikur mótsins, þó eiginlegur opnunarleikur sé viðureign Sviss og Noregs síðar sama kvöld.

Ísland mætir Finnlandi kl. 16:00 að íslenskum tíma og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Leikur Sviss og Noregs, sem eru í riðli með Íslandi, hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.

Allir leikmenn íslenska liðsins tóku fullan þátt í æfingunni og stelpurnar okkar eru svo sannarlega tilbúnar í leikinn við Finnland.

Allt um EM