• þri. 01. júl. 2025
  • Landslið
  • EM 2025
  • A kvenna

Upplýsingar til stuðningsmanna fyrir leik Íslands og Finnlands á EM

Hér er að finna margar hagnýtar upplýsingar fyrir stuðningsmenn Íslands á leik Íslands og Finnlands á EM.

Leikurinn fer fram á Stockhorn Arena í Thun, miðvikudaginn 2. júlí og hefst hann klukkan 18:00 á staðartíma.

Búist er við um 1500 íslenskum stuðningsmönnum á leikinn.

"Fan zone"

"Fan zone" er staðsett á Waisenhausplatz sem er miðsvæðis í Thun, "fan zone" opnar á leikdag klukkan 11:00 og er opið til 21:00. Á öðrum dögum er "fan zone" opið frá 13:00 - 21:00

Frekari upplýsingar um Thun og "fan zone" má finna hér.

Fan Walk

Sameiginlegt "Fan walk" beggja liða og annarra áhorfenda á leik Íslands og Finnlands leggur af stað frá Waisenhausplatz ("fan zone") stundvíslega klukkan 15:15. Gangan tekur um 45 mínútur og endar við leikvanginn. Áætluð koma á leikvanginn er á milli 16 og 16:15.

Almenningssamgöngur

Frítt er í almenningssamgöngur á leikdag með framvísun miða á leikinn. Miðinn gildir einnig til að komast til baka eftir að leik lýkur.

Miðamál

Miðar ættu að hafa borist til allra þeirra sem keypt hafa miða á leikinn. Miðana er einungis hægt að nálgast í appinu "UEFA mobile tickets". 

Smelltu hér til að sjá svör við algengum spurningum er varða miðamál

Hér fyrir neðan eru myndir og kort með hagnýtum upplýsingum fyrir stuðningsmenn.

 

Áfram Ísland!