Tap gegn Finnum í fyrsta leik á EM
A landslið kvenna tapaði 0-1 í fyrsta leik sínum á EM í Sviss þegar liðið mætti Finnlandi. Leikurinn fór fram á Arena Thun.
Finnar voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu nokkur skot á mark Íslands. Ísland skapaði sér þó nokkur færi en markalaust var þegar flautað var til hálfleiks. Íslenska liðið missti leikmann út af á 58. mínútu og spilaði því manni færri eftir það. Finnland skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu og lokatölur því 0-1 fyrir Finnlandi.
Íslenska liðið mætir næst heimamönnum í Bern sunnudaginn 6. júlí.