• fim. 03. júl. 2025
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2025

Heimsóttu landsliðið

Eins og kunnugt er leikur A landslið kvenna um þessar mundir í úrslitakeppni EM í Sviss.  Hópurinn hefur fengið góða gesti í heimsókn á liðshótelið síðustu daga. 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands snæddi morgunverð með liðinu ásamt þeim Guðmundi Inga Kristinssyni ráðherra íþróttamála, Willum Þór Þórssyni forseta ÍSÍ og Einari Gunnarssyni sendiherra Íslands í Sviss. 

Mynd að ofan, frá vinstri: Einar, Guðmundur, Halla, Willum og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ.

Þá hafa fulltrúar PUMA, þeir Manolo Schürmann og Antanas Ackermann, einnig heimsótt íslenska liðið.

Mynd hér að neðan:  Manolo Schürmann frá PUMA og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ.