Lokaæfing fyrir leikinn við Sviss
A landslið kvenna mætir Sviss í öðrum leik sínum í úrslitakeppni EM 2025 á sunnudag, en sem kunnugt er fer keppnin fram þar í landi.
Íslenska liðið æfði í dag, laugardag, á æfingasvæði sínu í Thun (sjá mynd) við góðar aðstæður og var það lokaæfing liðsins fyrir leikinn, sem fer fram á Wankdorf leikvanginum í Bern. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingunni.
Wankdorf leikvangurinn tekur 33.000 áhorfendur og von er á ríflega 2000 stuðningsmönnum Íslands, sem munu eflaust láta vel í sér heyra.
Leikurinn við Sviss fer sem fyrr segir fram á sunnudag, hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.